Vuk Óskar Dimitrijevic (á láni frá FH)

Miðjumaður

Treyjunúmer #29

2001

41 Leikir fyrir Leikni 5 mörk

10 Unglingalandsleikir með 1 mark

Vuk á KSÍ

Vuk í Landsliðsúrtaki (28.nóv.2016)

FH keypti efnilegann Leiknismann (mars 2020)

  • Instagram

Vuk kemur inn í tímabilið sem umtalaðasti leikmaður félagsins síðasta árið. Hann var seldur til FH í vetur en fær að taka eitt lokatímabil með uppeldisfélaginu á láni. Fyrir það erum við Hafnfirðingum ævinlega þakklát. 

Vuk steig svo sannarlega upp í fyrra í byrjunarliði Leiknis. Hann er tæknilega enn gjaldgengur í 2. flokki sem 2001 árgerð og því er langur ferill framundan hjá drengnum. Vuk er hávaxinn, snöggur og ákaflega leikinn Leiknismaður. Þeir eru ekki á hverju strái, slíkir leikmenn. 

Síðan í fyrra er Vuk búinn að vera viðriðinn U-19 ára landsliðið og meira að segja skoraði strákurinn sigurmark af bekknum í haust. Síðasta sumar festi hann sig auðvitað í sessi sem lykilmaður í hópnum okkar og það hlutverk hefur bara stækkað fyrir þetta sumar. Það er ekkert laumungarmál að ef #OperationPepsiMax á að takast í sumar, verður það mikið til á herðum hans.

 

Vuk er svona leikmaður sem gerir gæfumuninn á vellinum fyrir lið sitt. Hann er Gazza, Ronaldinho, Messi. Þegar hann er ekki inná, vantar eitthvað krydd í leikinn. Það verður erfitt að finna staðgengil í það hlutverk að ári. Njótum sumarsins með hann innan okkar raða í ár.