Vuk Óskar Dimitrijevic

Miðjumaður

Treyjunúmer #29

18 ára

21 Leikir fyrir Leikni 1 mark

7 Unglingalandsleikir

Vuk á KSÍ

Vuk í Landsliðsúrtaki (28.nóv.2016)

Vuk Óskar er einn af þessum uppöldu sem miklar vonir eru bundnar við og gert er ráð fyrir að spili meira og minna alla leiki í sumar. Hann fékk fullt af reynslu í fyrra, í byrjunarliði og af bekknum. Þá aðeins 17 ára gamall. Í sumar þarf hann að stíga næsta skrefið og vera ómissandi í byrjunarliði til að liðið nái að tryggja stöðu sína snemma tímabils og jafnvel stríða toppnum. Í lok tímabils verður hægt að beintengja árangur liðsins í deildinni við árangur Vuk á vellinum. 

Vuk hefur verið viðriðinn unglingalandsliðin og getur í raun spilað alls staðar á miðjunni. Hann er hávaxinn, hárfagur og leikinn með boltann. Það fer ekkert á milli mála hver Vuk er þegar horft er á liðið á vellinum. Nú er bara að sjá hann festa sig í sessi sem lykilmaður á miðjunni.  ​