Viktor Marel Kjærnested

Viktor Marel er tvítugur sóknarmaður sem kom í miðjum apríl frá Aftureldingu. Ekki á láni eftir því sem við komumst næst. Hann kom lítillega við sögu í 2. deild í fyrra þar sem Mosfellsbæjarmenn unnu þá deild en skoraði ekki. Þessi vistaskipti verða því að teljast sem öryggissamningur af hálfu Leiknis þar sem við búumst fastlega við því að Sólon og Sævar Atli séu að skora mörkin í fremstu víglínu í sumar. 

Viktor Marel virðist þó hafa verið efnilegur frá unga aldri og var boðið að heimsækja sænsk lið eins og Hammarby og Brommapojkarna fyrir nokkrum árum. Hann var einni fenginn í unglingalandsliðaúrtök þó hann hafi ekki spilað fyrir yngri landslið Íslands. 

Vonandi kemur Viktor Marel ferskur inn í baráttuna í Breiðholtinu og heldur þeim Sólon og Sævar Atla við efnið í sumar.