Viktor Freyr Sigurðsson
Markvörður
Treyjunúmer #22
2000
Samningsbundinn til 31.12.2021
7 meistaraflokksleikir fyrir KB
Viktor Freyr er uppalinn Bliki en slóst í hópinn hjá Leikni fyrir fáeinum árum og hefur lofað góðu hingað til. Hann stígur nú endanlega uppúr 2. flokks umhverfinu á besta tíma þegar goðsögnin Eyjó Tómasson yfirgefur stöðuna. Félagið fékk þó Ásgeir Þór aftur til leiks til öryggis en baráttan er galopin, sérstaklega þar sem sá eldri er líklegur til að vera ekki alltaf liðtækur.
Viktor Freyr hefur verið að fá nokkur tækifæri á undirbúningstímabilinu og átt nokkrar virkilega góðar vörslur og á sama tíma stundum átt einkennileg úthlaup. En hann er ungur, hávaxinn og fjandi góður á boltanum. Hann hefur allt til brunns að bera til að keyra þetta dæmi í gang. Við óskum honum góðs gengis með það.
![]() snapshot1 |
---|
![]() ViktorFreyr-18ára |
![]() ViktorFreyr1_edited |
![]() Screenshot_2020-01-25_viktor_freyr_sigur |
![]() ViktorFreeeery |
