Stefán Árni Geirsson (á láni frá KR)

Sóknarmaður

Treyjunúmer #23

18 ára

2 leikir í meistarflokki

10 leikir með U-landsliðum

Stefán Árni á KSÍ

Stefán í Leikni (apríl 2019)

Stefán Árni er 18 ára sóknarmaður sem kemur á láni frá KR út tímabilið. Drengurinn er búinn að vera að spila fyrir unglingalandslið Íslands og fékk meira að segja einn leik með KR í Pepsi í fyrra. Hann á framtíðina fyrir sér í röndóttu og við Leiknisljón fögnum því að þær rendur verða bláar og rauðar í sumar. 

 

Það er ekki beinlínis hægt að segja að veikasti hlekkur liðsins síðasta sumar hafi verið markaskorun en það er auðvitað frábært að fá svona liðsauka fyrir ekki neitt ef liðið verður fyrir skakkaföllum í fremstu víglínu.