Sólon Breki Leifsson

Sóknarmaður
Treyjunúmer #9
1998
Samningur út 31.12.2021
40 Leikir fyrir Leikni 20 mörk
71 leikir í meistarflokki með 28 mörk
13 Unglingalandsleikir með 1 mark
Sólon til Vestra (10.nóv. 2017)
Sólon til Leiknis (8.feb.2018)
Bestur í Inkasso (12.júní 2018)
Sólon valinn bestur af stuðningsmönnum (3.okt. 2018)
Í öllum látunum sem fylgja því að félagið er að ala af sér svakalega spennandi, sókndjarfa menn vill oft gleymast að við erum í 2 ár búin að hafa hreinræktaðan stormsenter í liðinu. Og hann er ekki einu sinni orðinn 22 ára þegar flautað verður til leiks í vor. Já, það eru bara tvö tímabil búin með Sólon Breka Leifsson Welding hjá félaginu. Það er auðvelt að gleyma því vegna þess að á þessum tveimur tímabilum er hann búinn að skora 20 mörk og aðeins eitt þeirra úr víti. Hann er búinn að gera þetta í nákvæmlega 40 leikjum. Take a bow, Sólon!
Eins og svo margir aðrir er Sólon uppalinn Bliki en ólíkt mörgum öðrum virtist hann fá tækifæri í Meistaraflokki þar en tókst ekki að skora mark í þeim 20 leikjum sem hann spilaði á þremur árum í bikar og Pepsi-deild. Það er okkur óskiljanlegt því hjá okkur gerir hann ekki annað en að skora. Þiggjum það með þökkum.
Í hitteðfyrra var Sólon valinn bestur af stuðningsmönnum eftir sitt fyrsta tímabil hjá félaginu. Þegar eitt ljónið spurði hann út í metnað um að leita á nýjar slóðir enda eru svona sóknarmenn ekki tíndir af trjánum byrsti hann út úr sér eitthvað á þá leið að af hverju í andskotanum ætti hann að fara annað. Hér á hann heima.
Tónlist í okkar eyrum!