Sævar Atli Magnússon

Miðjumaður/Sóknarmaður

Treyjunúmer #21

18 ára

49 Leikir fyrir Leikni 11 mörk

17 Unglingalandsleikir 

Sævar Atli á Twitter

Sævar Atli á KSÍ

Sævar Atli framlengir við Leikni (4.okt.2017)

Sævar Atli Hetja Leiknismanna (5.júlí 2018)

Sævar Atla þekkja öll Leiknisljón. Hann verður ekki nema 19 ára í sumar en hann stimplaði sig endanlega inn sem ómissandi hluti af öllum áformum liðsins með frábærri frammistöðu síðasta sumar þar sem hann tók hlutverk sitt sem leiðtogi í liðinu með báðum höndum. Hann skoraði 10 mörk í 24 leikjum og lagði þónokkur upp fyrir hinn markahrókinn, Sólon Breka. Þeir verða stórhættulegir saman í sumar. 

Sævar Atli er búinn að spila upp alla flokka hjá Leikni og snemma var ljóst að um sérstakan hæfileikadreng var að ræða. Hann kom inná undir lok leiks í síðasta leik Pepsiævintýrisins sumarið 2015, þá aðeins 15 ára gamall. Síðan þá hefur verið ljóst að hann tæki við Hilmari Árna sem bjargvættur og hæfileikabomba Breiðholtsins.

 

Drengurinn er kominn með 17 leiki með ungmennalandsliðum Íslands og heldur áfram að vaxa og dafna í röndum Leiknis. Frá því að vera lítill og brothættur unglingur í það að nú þarf enginn að taka andköf í stúkunni þegar einhver sorglegur varnarmaður neglir hann niður aftanfrá eftir að hann niðurlægir hann með leikni sinni...nema þá kannski mamma og pabbi. 

 

Ef Sævar Atli kemur jafnsterkur undan vetri og hann gerði síðasta sumar, gæti þetta verið síðasta sumarið sem við fáum að njóta hæfileika hans...í bili allavega. En djöfull verður þá gaman!