Willum Þór: Ég ber gríðarlega virðingu fyrir Leikni

Willum Þór Þórsson hefur verið í miklum hlaðvarpsham þessa vikuna og heimsótt öll þau helstu enda kosningar framundan. Hann ræddi lítillega um tíma sinn hjá Leikni og virðinguna sem hann ber fyrir félaginu þegar hann heimsótti skottulækninn Hjörvar Hafliða í Dr. Football í vikunni.


Willum bar félaginu okkar góða söguna þó að hans tæplega eina tímabil með félagið 2012 hafi ekki endað vel: "Þetta er frábær klúbbur og hjartað á réttum stað. Þetta er einstakur klúbbur. Það sem þeir eru að gera þarna uppfrá. Ég ber mikla virðingu fyrir því." Um hans tíma með liðið sagði hann: "Við náðum okkur, þannig séð, aldrei almennilega á strik þetta ár. Margt gott og ég horfi til baka og margir leikmenn þarna sem hafa átt mjög farsælan feril. Það kemur mér ekkert á óvart að Óttar Bjarni hefur spilað með Stjörnunni og Skaganum og Hilmar Árni brillerað með Stjörnunni og síðan hafa þeir byggt þetta svona hægt og rólega upp." Allan kaflann um Leikni er hægt að hlýða á hér:

22 views0 comments

Recent Posts

See All