• Ljón

Siggi Cruyff og Sólon Brekham vísa veginn

Þannig fór um sjóferð þá! Okkar menn komu, sáu og sigruðu, á kærkomnari hátt en hægt var að vonast eftir í villtustu draumum stuðningsmanna. Sterkum andstæðingum haldið í skefjum á útivelli, geggjað mark og hinn langþráði hreini skjöldur með 3 stigum í kaupbæti. Allt eins og allra best verður á kosið.


Haukur Gunn var að venja meðíferð og með ljósmyndavél á sér

Ég skal viðurkenna að þegar menn taka Road Trip og Elvar Geir er virkur á Twitter fyrir leik með myndefni úr flugvélum, bílum og bátum, þá fer smávegis um undirritaðann. Það er ekkert gefið að menn séu rétt stefndir þegar leikdagur fer í samgöngur á torfæra staði. Hvað þá í dag gegn "Pepsi-Max" liðinu sem átti að vera búið að rúlla þessari deild upp fyrir Covid-pásuna samkvæmt nánast öllum sérfræðingum. Þeir kláruðu okkur á Domusnova fyrr í sumar og hafa hingað til aldrei lagst á koddann tómhentir eftir leik.


En þeir gerðu ekki ráð fyrir Sigga Cruyff í dag. Það reyndist þeirra banabiti. Af hverju Cruyff? Látum okkur nú sjá. Ég er búinn að vera að krossa fingur og biðja til guðs að við fáum 4 manna varnarlínu sem getur spilað sig saman 2-3 leiki og múrað fyrir markið. Ég var að hugsa Ósi, Bjarki, Gyrðir, Dagur (vinstri til hægri). Það hefur tekist einu sinni að ná þeim saman og bar það takmarkaðan árangur.


Gegn KEF á föstudag henti Siggi Gyrði í bakvörð og það bar ljómandi góðan árangur. Í dag var eins og hann hefði bara tapað glórunni og ég sá ekki betur en að Arnór Ingi, sóknarmaður hingað til, væri mættur í bakvörðinn til móts við Gyrði. Og Vélin, hvorki meira né minna, í miðverði með Bjarka. Þetta gekk fullkomlega upp í dag. Það mátti meira að segja sjá Gyrði bregða fyrir í opnu spili að læðast í einhverja skyttustöðu a la Danni Finns á tímabili. Sannkallað Total Voetball í gangi hjá okkar allra besta Sigga sem hlýtur að geta leyft sér eins og einn ölara í Herjólfi á leið í menninguna aftur. I stand corrected. Það skiptir andskotann engu máli hver er í vörninni, svo lengi sem Siggi er að leggja þessar margfrægu línur og okkar menn mæta með ákefð.


Leikurinn var í beinni útsendingu á ÍBV TV á YouTube og kunnum við mönnum þar miklar þakkir fyrir útsendinguna og rúmlega sanngjarna umfjöllun um okkar lið og fólk. Glöggir Instagram-fylgjendur tóku kannski eftir því að Vuk var ekki í byrjunarliðinu (og Dagur var 12. maður í byrjunarliði óvart í minni innsendingu). Það kom svo í ljós að hann var ekki einu sinni í leikmannahópnum þó hann hafi ferðast með liðinu á eyjuna fögru. Eins og allir vita er hann okkar besti leikmaður og með sérstökustu eiginleikana í liðinu sem ekki er hægt að bæta upp með einhverjum einu leikmanni. Það var því töluvert áhyggjuefni að sjá hann ekki sem valkost af bekknum einu sinni.


Cruyff er endurfæddur í Breiðholtinu

No Vuk? No problem syngur Cruyff bara og leikmennirnir syngja með. Leikurinn byrjaði og á einhvern ótrúlegan hátt hafði Helgi Sig ákveðið að þjappa bara í vörn á heimavelli og líklega vonast til að keyra á okkar menn í hraðaupphlaupum og klára leikinn þannig. Okkar menn önduðu bara rólega, héldu boltanum á milli sín og biðu rólegir eftir óþreyjufullum Gary Martin að koma yfir miðju. Það gekk fjandi vel og höndlaði þessi bútasaumsvörn okkar manna allt sem þeir reyndu að slengja á þá. Svo kom bara markið sem Sólon hefur verið að reyna að skora alla sína ævi. Við höfum oft séð hann gjóa augunum að marki andstæðinganna og reyna að fífla markvörðinn. Yfirleitt mistekst það. Of fast skot, ekki á markið eða hvaðeina. En MAÐUR LIFANDI! Þvílíkur helvítis dólgur að voga sér þetta!?!?! Drengurinn fékk boltann við hringbogann, okkar meginn á vellinum og lét hreinlega vaða. Ellismellir eins og ég muna eftir David Beckham að gera þetta snemma á ferli sínum en aðrir líkja þessu við Xabi. Sólon Brekham er okkar maður og ég held að allir Leiknismenn sem fylgdust með á YouTube hafi staðið á lappir og klappað fyrir honum þarna. Alger lúxus að fá mark snemma í leiknum og að það sé þessi tegund af marki, er stór og feitur bónus ofaná það. 13 mínútur og gestirnir úr Ghettóinu með völdin. Það mátti að sjálfsögðu gera ráð fyrir að þessi kinnhestur myndi vekja stórveldið til lífsins en fyrir utan nokkrar heimsóknir í og við vítateig okkar manna, þá var lítið lífsmark með ósigruðu Eyjamönnunum. Ég vil alls ekki taka neitt af okkar mönnum í þessum leik en það verður að segjast að heimamenn virtust svolítið tilbúnir að tapa sínum fyrsta leik og ákefð (nýja tískuorðið) okkar manna varð líklega til þess að þeir sáu sér ekki fært að matcha þá orku til að fá eitthvað út úr leiknum. Það er svo kaldhæðnislegt að annað mark okkar manna kom úr hraðaupphlaupi því leikplan Eyjamanna var að virka fullkomlega fyrir okkur. Máni veður upp vinstri kantinn, gefur fyrir. Boltinn fer í löpp varnarmanns og fellur fyrir aðvífandi El Sjerífó með armbandið sem er kominn í stuð inni í teig og setti hann þéttingfast í netið. 0-2 og 10 mínútur í leikhlé.Í þetta sinn gáfu menn engan sjéns á sér. Heimamenn reyndu máttlaust að stela marki fyrir leikhlé til að gefa sér von. Bjarki og samansafn hans af miðjumönnum afþökkuðu pent öll boð um að kikksa eða gleyma að valda einn Eyjamann í hornum og föstum leikatriðum. Okkar menn ferjuðu 2ja marka mun öruggt í millilöndun á Hásteinsvelli. Við erum ekki vön að sjá það. Við erum enn síður vön því að sjá okkar menn halda fengnum hlut út leikinn án þess að hækka blóðþrýstinginn okkar verulega í millitíðinni. Það varð breyting þar á í kvöld. Það eru gleðilegustu fréttirnar að mínu mati. Það hefur væntanlega verið tekin meðvituð ákvörðun um að fara ekki Gung-Ho í seinni hálfleikinn og biðja Sólon að reyna nú frá markteig Smitarans heldur var viðbúið að heimenn gerðu áhlaup í upphafi seinni og menn þyrftu að kunna að valda því áður en þeir leyfðu sér að sækja af krafti. Það tókst fullkomlega!Það sköpuðust engin dauðafæri, Guy var öruggur í öllum sínum aðgerðum og Bjarki uppskar Maður Leiksins nafnbótina hjá .net fyrir að stýra skútunni þeim megin óaðfinnanlega. Vélin uppskar gullhamra ofan á gullhamra frá lýsanda ÍBV TV en það var ekkert nýtt fyrir okkur. Okkar menn fengu svosem engin dauðafæri heldur í seinni hálfleik og virtust bara njóta þess að vera með hálstak á heimamönnum allan seinni hálfleikinn. Það var gaman að sjá. Kannski vonbrigði fyrir hlutlausa að sjá ekki byssubardaga í seinni en fyrir okkur sem höfum verið á rússíbananum í sumar, vorum fegnir því að sjá hreint lak, og sigrinum landað af fagmennsku og yfirvegun gegn liði sem kemur nú til með að fara í sterka naflaskoðun því þetta var ekki Pepsi-kaliber viðbragð við löðrung a la Sólon. Því miður fyrir þá.Hvað þýðir þetta? Nú, við tökum amk 3. sætið af ÍBV og setjumst í raun upp í það 2., tveimur stigum á eftir okkar næstu andstæðingum í Fram. Þeir gerðu jafntefli á heimavelli við Víking Ó í kvöld og því erum við að fara að skjóta þeim afturfyrir okkur á sunnudag á Domusnovavellinum ef Sigga Cruyff og total football snillingunum hans tekst að halda þessari ákefð (aftur!) áfram út þessa 9 daga törn gegn öllum okkar helstu andstæðingum um sæti í Pepsideild. Keflvíkingar gætu svo náð okkur þegar þeir nenna að spila 12. umferðina en það er ekki eins og okkar menn séu hættir heldur. Hverjum hlakkar til að mæta loksins á Domusnovavöllinn á sunnudag? 16:00 gegn Fram! Fylgist með á samfélagsmiðlum Leiknis til að tryggja ykkur einn af þeim 100 miðum sem verða væntanlega í boði. Svo hér í pylsuendanum er smá bútur úr nýjasta Ljónavarpinu sem við ákváðum að halda aftur af framyfir þennan leik. Eins og allir sem hafa búið á Íslandi í meira en ár vita, þá er Gary Martin "sérstakur" maður sem getur nýtt sér ýmislegt til að mótivera sig fyrir leiki. Honum tókst að gera sér mat úr peppmyndbandinu okkar fyrir heimaleikinn og því var vissara að gefa honum ekkert að jappla á í heilabúinu fyrir þennan leik. Ég segi ekki að sigurinn sé okkur að þakka en litli strákurinn frá Darlo var farinn útaf löngu fyrir leikslok og brunaði heim án þess að skola sjampói, hárnæringu og ilmolíum um fallega lokka sína. Need I say more :)#StoltBreiðholts

#OperationPepsiMax


93 views0 comments