• Ljón

Vertu með Leiknisljón!

Skráðu þig á síðunni til að tryggja að þú fáir allar upplýsingar og áminningar um leiki og aðra viðburði tengda félaginu.

 

Ef þú styður Leikni ertu Leiknisljón. Ef þú mætir á völlinn og styður strákana ertu ennþá betra Leiknisljón. En stundum er erfitt að vera með á nótunum og fylgjast með hvenær leikirnir og aðrir viðburðir fara að hrannast upp. Þá er gott að vera skráð(-ur) í Leiknisljónin hér á síðunni.Með því að skrá þig hér á síðunni kemstu inn á Leiknisljónasvæði síðunnar. Þar sérðu hverjir aðrir eru skráðir, getur gert athugasemdir við innslögin á síðunni og stillt áminningar fyrir innslögin. Þetta kostar að sjálfsögðu ekki eina krónu!


Það sem umsjónarmenn síðunnar og hlaðvarpsins fá í staðinn er bara tölvupóstfangið þitt. Það verður þá notað til að senda þér áminningar fyrir leiki og viðburði tengda liðinu í tölvupósti. Það verður aldrei framselt öðrum aðilum eða notað til að selja þér neitt. Þetta er bara einföld leið til að tryggja að þú missir ekki óviljandi af neinu sem framundan er. Er það ekki eitthvað?150 views0 comments

Recent Posts

See All