• Ljón

Upphitun: Magnamenn í heimsókn

Það er loksins komið að því að boltinn fer að rúlla í Inkasso-ástríðunni. Fyrstu fórnarlömb Leiknismanna verða hinir stórskemmtilegu Magnamenn frá Grenivík.Þessi fallega treyja var vinagjöf frá Magnamönnum síðasta sumar og hangir hún og flottum stað síðan í Leiknishúsinu.


Það er spáð þurru og léttskýjuðu með 8°C á Leiknisvelli á morgun, þegar sparkað er tuðrunni af stað klukkan 16:00. Yfirgnæfandi líkur eru á að þetta verði í fyrsta og eina skiptið sem liðið spilar á gervigrasinu í deildinni í sumar á meðan grasið fær smá lengri tíma til að aðlagast blíðunni. Alvöru Leiknisljón og aðrir góðir gestir verða mættir á svæðið að sötra öl og skeggræða baráttuna inni í Leiknisheimili frá 14:00. Ekki láta þig vanta þar.


Magnamenn sluppu við fall í 2. deild á kostnað stórvina okkar í ÍR með dyggri hjálp okkar úr stúkunni á síðasta leikdegi í fyrra. Það kemur fáum á óvart að þeim er spáð verri lukku þetta tímabilið og langflestir þjálfarar og fyrirliðar spá Magna langsíðasta sæti deildarinnar.


Magnamenn sóttu ekki mörg stig utan Grenivíkur í fyrra og því verður að teljast að það hefði verið ákaflega erfitt fyrir Stebba Gísla og strákana í 111 að handvelja ákjósanlegri andstæðinga á heimavelli í 1.umferð til að spila sig saman og koma tímabilinu í gang á sem jákvæðustum nótum. Það má ekki vanmeta nokkuð lið en við stuðningsmenn megum nú samt alveg gera kröfu um að ef markmið strákana um að sigla lygnan sjó í sumar eigi að nást, verði þessi leikur að vinnast... helst sannfærandi.Magnamenn hafa bætt við nokkuð mikið af leikmönnum á síðustu dögum. Lánsmönnum frá hinum norðurliðunum og það sýndi sig ágætlega í stóru bikartapi þeirra fyrir sterkum Blikum í Mjólkurbikarnum á miðvikudaginn að þeir hafa ekki spilað nógu mikið saman.


Það væri mikill skellur fyrir vonir okkar og væntingar ef norðanmenn fara ekki tómhentir heim úr þessari bæjarferð.


Miðað við Ljónavarp nr. 5 sem kom út í gær, getum við gert ráð fyrir að byrjunarlið Leiknis verði einhvern veginn á þennan veginn á morgun:


Þetta þykir líklegt byrjunarlið á morgun. Aðalspurningarmerkið er hvort það sé einhver annar en Ernir sem komi til greina við hlið Gyrðis á miðri miðjunni.

Við ætlum að gerast svo kræfir að spá nokkuð öruggum 3-0 sigri í þessum leik við mikinn fögnuð okkar. Sólon rúllar þessu af stað, svo Ingó með skoti úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og svo klárar Sævar Atli þetta á síðustu 10 mínútunum.


Við sjáumst hress og kát á vellinum á morgun og í allt sumar!


50 views0 comments

Recent Posts

See All