Upphitun: Haukar í Hafnarfirði

8.umferðin og endurreisn Leiknisliðsins hefst með heimsókn í Hafnarfjörðinn á fimmtudagskvöld.


 


Inkassódeild, 8.umferð

20.júní, 19:15

Ásvellir, Hafnarfirði

Veðurspá: Léttskýjað, gola og 10°C

Spá .net fyrir tímabilið

Búi Vilhjálmur (Þjálfari Hauka) í viðtali eftir síðasta leikNú verður spýtt í lófana og komið tímabilinu aftur á rétta braut í Hafnarfirði gegn liði sem hefur átt erfitt uppdráttar en hugsar sér væntanlega gott til glóðarinnar með því að draga Leiknismenn í svaðið með sér á fimmtudag.


Haukar koma til leiks eftir fyrsta sigur sinn á tímabilinu gegn Aftureldingu á fimmtudaginn síðasta. Þeir misstu þjálfara sinn, Kristján Ómar Björnsson, eftir 4.umferð þegar hann yfirgaf félagið skyndilega. Síðan þá hefur Búi Vilhjálmur Guðjónsson stýrt skútunni án þess þó að hafa fengið fullt traust enn sem komið er.


Andstæðingurinn: Haukar Eins og áður segir hefur verið vesen á Haukum hingað til en þeim var spáð 8.sæti í deildinni í vor og þeir virðast vera að rétta úr kútnum eins og þeir gerðu í fyrra þegar þeir voru í fallbaráttu meginhluta tímabilsins en settu kraft í lokasprettinn og enduðu öruggir með smá olnbogarými í lokinn. Markaskorun hefur verið þeirra helsta vandamál hingað til. Þeir deila neðsta sæti deildarinnar með Njarðvík í skorun með aðeins 7 mörk í Inkasso. Vörn þeirra Hauka er hins vegar í 7. sæti deildarinnar í vörn með 12 mörk fengin á sig, einu færra en okkar menn í Leikni.


Sean De Silva er einn lykilmanna Hauka

Lykilleikmenn:

Sean De Silva (#14), sem fenginn var til félagsins til að skora mörkin af miðjunni hefur skorað 2 mörk í 5 leikjum en var t.d. tekinn útaf í sigurleiknum í síðustu umferð. Fareed Sadat (#9), sóknarmaður frá Afganistan, hefur ekki verið að sigra heiminn í deild hingað til en gæti hrokkið í gang hvað og hverju ef við sofnum á verðinum. Hann kom af bekknum í síðasta leik sem var sá fyrsti sem hann fékk að spila undir stjórn Búa. Annars eru þeir Þórður Jón Jóhannesson (#6) og Daði Snær Ingason (#13) öflugir og rótgrónir Haukar á vellinum.

Fyrri leikir:

Undirritaður hefur alltaf haft gaman af leikjunum við Hauka og þótt þeir endi stundum með markalausu jafntefli er yfirleitt handagangur í öskjunum og menn þurfa að hafa fyrir öllu sem fæst í þessum leikjum. Okkar menn unnu þennan leik á Ásvöllum 0-2 í fyrr en leikar enduðu einmitt með markalausu jafntefli á Leiknisvelli undir lok tímabilsins. Annar hafa liðin mæst 18 sinnum á síðustu 10 árum og hafa Haukar vinninginn með 7 sigrum gegn 5 okkar manna og 6 sinnum höfum við þurft að sætta okkur við jafntefli.


Bönn og meiðsli:

Það er enginn í banni í hóp Leiknis í þessum leik en líklegt þykir að Stefán Árni verði áfram frá vegna meiðsla og óvíst er með hvort Nacho hafi náð sér af sínum smávægilegu meiðslum fyrir þennan leik. Að sama skapi er enginn í banni í röðum Hauka.


Ásvellir í Hafnarfirði

Spáin:

Þetta er ugglaust fyrirferðarlítill leikur í stóra samhengi umferðarinnar fyrir hlutlausa en þetta gæti orðið sá eldfimasti. Haukar með blóð á tönnunum eftir sinn fyrsta sigur og okkar menn vonandi staðráðnir að fara að finna netið aftur og þétta vörnina. Þetta ætti að vera statement leikur hjá öðru liðinu og setja tóninn fyrir áframhaldið. Eða bara 1-1 jafntefli og basl. Það fyrsta fyrir hjá Leikni í sumar. Það er mín spá sem vonandi rætist ekki frekar þær sem á undan hafa komið.


#StoltBreiðholts

#ÁframLeiknir

52 views0 comments

Recent Posts

See All