Upphitun fyrir röndótta Reykvíkinga

Á föstudagskvöld mæta Þróttarar í heimsókn á Leiknisvöllinn okkar góða. Þróttarar fóru illa með okkur í seinni hálfleik í júní og það er komið að því að sýna þeim hversu langt við höfum náð síðan þá. Okkar menn eru ósigraðir í seinni umferðinni og hafa sýnt stöðugleika sem erfitt var að finna í fyrri hluta mótsins.Inkassódeild, 17.umferð

16.ágúst 18:00

Leiknisvelli, Breiðholti, Miðdepli alheimsins

Veðurspá: 13°C, léttskýjað og 4 metrar á sekúndu. Gerist ekki betra í lok sumars.


Vonandi situr frammistaða síðasta leiks gegn þessum andstæðingi enn í okkar mönnum. Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik sem endaði með vítaspyrnuklúðri okkar megin en í seinni hálfleik hengdu menn haus og létu ferska heimamenn valta yfir sig 3-0 á 10 mínútna kafla. Eftir tvö jafntefli í röð okkar megin er kominn tími til að taka völdin aftur og sýna þessu liði úr Laugardalnum hvar þeir eiga heima. Þó þeir vermi 8. sæti deildarinnar og við það 4. eins og er, þá skilja aðeins 5 stig liðin að og eru gestirnir með betri markatölu í sumar.


Skýrsla fyrri leiksins í sumar

Rafael Victor maður 15. umferðar (1.ágúst)

Van Der Heyden maður 10.umferðar (8.júlí)

Ágúst Leó sleit krossband (6.júlí)

Viðtal við Árna Elvar í vikunni


Andstæðingurinn: Þróttur R.

Gestirnir hafa ekki náð almennilegu flugi í sumar og sitja því í 8. sæti deildarinnar en geta þó sigrað hvaða lið sem er, hvenær sem er og eru kannski útgáfan af Leikni sem náði ekki stöðugleikanum sem okkar menn hafa fundið í seinni umferðinni. Það væru mikil mistök að vanmeta gestina enda búa þeir yfir mörkum. Aðeins Fjölnir og Grótta hafa skorað fleiri mörk en Þróttarar í deildinni. Varnarlega eru þeir á pari við Leikni og gróttu með 24 mörk móti sér. Eins og Leiknir hafa Þróttarar safnað fleiri stigum á útivelli en heima og er það því enn ein ástæðan til að vanmeta gestina ekki.


Rafael Victor er stórhættulegur í sókninni

Lykilmenn Þróttara:

Rafael Victor #9 er næstmarkahæstur í deildinni með 12 mörk í 15 leikjum (þar af 2 gegn okkur í fyrri leiknum). Það fer ekkert á milli mála að hann verður að vera í gjörgæslu allan leikinn ef ekki á illa að fara fyrir okkar mönnum. Þessi 22 ára Portúgali hefur skorað helminginn af þessum 12 mörkum í síðustu 4 leikjum svo hann er frekar að bæta í en að hægja á.

Jasper Van Der Heyden #11 var öflugur í fyrri leiknum og hefur verið einn af lykilmönnum gestanna í sumar. Hann er næstmarkahæstur með 5 mörk í 15 leikjum en hann er líka

Daði Bergsson #7 getur líka sýnt tennurnar en glöggir Leiknismenn muna ef til vill að hann var með okkur í Pepsi-baráttunni sumarið 2015 sem lánsmaður á miðju tímabili frá Val. Hann hefur skorað 4 mörk í sumar með Þrótturum og er einn af fyrstu mönnum á blað þegar liðið er valið.


Fyrri leikir:

Eins og áður segir fór síðasti leikur í sumar illa en annars höfum við Leiknismenn nokkra yfirburði gegn þeim rauðhvítu síðustu 10 árin. 9 sigrar fyrir okkur, 2 jafntefli og 2 töp gegn þeim í deildarkeppni. Fáum leiðréttingu á slysinu síðan 7.júní og allir eru sáttir fyrir haustið.


Bönn og meiðsli:

Í okkar herbúðum eru allir heilir heilsu en þeir Vuk og Árni Elvar eru komnir í bann vegna uppsafnaðra áminninga. En við fáum í staðinn þá Sævar Atla, Stefán Árna og Nacho aftur úr banni svo það eru ágætis skipti.

Ágúst Leó Björnsson í liði Þróttara sleit krossband eftir leikinn við okkur svo hann verður frá að þessu sinni. Þar er skarð fyrir skyldi. Archange Nkumu er í banni í liði gestanna.


Spáin:

Það er ekki hægt annað en að vera kokhraustur þegar ekkert lið er í betra formi en okkar eins og er og við erum að fá til baka lykilleikmenn ferska úr leikbanni ásamt því að Ingó Sig kom til baka eftir löng meiðsli í síðasta leik. Með 6 leiki eftir er liðið okkar vel í stakk búið fyrir lokasprettinn og eins og áður segir ættu menn enn að vera með óbragð í munni eftir þennan leik í fyrri umferðinni. Semsagt allt til staðar fyrir 3-1 heimasigur í Ghettóinu á góðu föstudagskvöldi. Við minnum á að leikurinn hefst 18:00 en ekki 19:15 og barinn opnar með Gísla Þorkells og ferðasögur hans klukkan 16:00. Partý!


#ÁframLeiknir

#StoltBreiðholts

45 views0 comments

Recent Posts

See All