Hlaðvarpsrúnturinn og Lið 13. umferðar

Það er gott að vera Leiknisljón í dag og fyrirsjáanlega hafa hlaðvarparar keppst um að hlaða Sigga og strákunum hóli fyrir frammistöðuna í gær og hingað til á tímabilinu ásamt því að velja okkar menn í lið umferðarinnar og síðast ekki ekki síst fengu stuðningsmenn smá klapp á bakið í Stúkunni í gærkvöld.Innkast .net manna og The Mike Show komu saman til að mæra okkar menn. Að sjálfsögðu hvetjum við ykkur til að hlusta á þættina í heild en hér er það allra mikilvægasta sem bar á góma þar:Þeir Emil Berger og Hjalti Sigurðsson voru valdir í lið umferðarinnar. Hvor um sig í fyrsta sinn á tímabilinu en Emil er stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar hingað til og ómissandi hlekkur í árangri Leiknis hingað til í sumar.


Undir lok Stúkunnar hjá Stöð 2 Sport í gærkvöld, fékk Máni Péturs (sem situr sem fastast á Sokkalistanum okkar) að velja bestu stuðningsmenn fyrri hluta tímabilsins. Við Leiknisljónin vorum meðal þeirra sem hann hugsar hlýtt til en hann útvaldi engan einn hóp. Hér er hægt að sjá það innslag:


Við minnum svo alla á að næsti leikur, og jafnframt sá síðasti í þessari 3ja leikja heimtörn er á sunnudaginn gegn KA mönnum á Domusnovavellinum. Það má búast við skemmtilegri dagskrá fyrir leik enda ætlum við að þjappa hópinn vel fyrir hefnd vegna ófaranna á Dalvík í vor.


#StoltBreiðholts

#HverfiðKallar

22 views0 comments

Recent Posts

See All