• Ljón

Tap í Víkinni í Reykjavíkurmótinu

Fyrsta aflraun þessa árs endaði með tapi gegn Víkingum í Fossvoginum í kvöld. 2-0 í þriggja stiga frosti. Okkar menn litu ágætlega út en heimamenn verðskulduðu á endanum öll stigin og verður því ekkert undir þegar þeir mæta Íslandsmeisturum Vals á Origovellinum á sunnudaginn í lokaleik liðsins í Reykjavíkurmótinu þetta árið.Siggi stillti upp sterku byrjunarliði sem hefði getað unnið hvaða lið sem er í Lengjudeildinni. Það var mikil gleði að sjá Ósvald aftur í byrjunarliði í vinstri bak og Patryk fékk sitt annað tækifæri við hlið Bjarka í vörninni. Hann stóð sig með mikilli prýði.


Þrátt fyrir að lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar hafi verið ákafari aðilinn í fyrri hálfleik, tókst þeim ekki að brjóta vörnina niður og komast framhjá Viktori Frey í markinu. Allavega ekki fyrr en vond mistök áttu sér stað úti að vinstri kanti hjá okkar mönnum rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Eftir innkast var boltinn "hreinsaður" inn í teig og féll þar fyrir Loga Tómasson sem lét ekki segja sér tvisvar að smella boltanum í netið. 1-0 fyrir heimamenn í hálfleik en nóg eftir til að berjast fyrir.Í leikhlé var Ósi tekinn útaf og Arnór Ingi kom inná en smellti sér í hægri bak á meðan Dagur skipti yfir í vinstri bak. Liðið okkar átti ágætisskorpur inni á milli og nokkrir boltar innfyrir á Sævar hefðu getað endað með marki en þegar upp var staðið virtust Víkingar alltaf líklegir á móti og áttu góð færi líka. Það var svo á lokamínútum leiksins sem okkar menn í vörninni sofnuðu á verðinum þegar sending upp vinstri kantinn hleypti einum heimamanna í gegn og refsaði hann okkur illa. 2-0 og þannig enduðu leikar verðskuldað.


Í hnotskurn má segja að þessi leikur sýndi muninn á því að spila gegn 1. deildarliðum og PepsiMax liðum. Okkar menn komast ekki upp með mistök í efstu deild. Þeim er refsað. Og ef við getum ekki skorað þeim mum fleiri mörk til að bæta fyrir það, þarf að útrým þeim mistökum sem kosta mörk í hina áttina. Hægara sagt en gert en að sjálfsögðu finna Siggi og strákarnir lausn á því með grjóthörð Leiknisljón að styðja þá alla leið.


Okkar menn mæta hamslausu Valsliði á sunnudag á Origovellinum en þeir aflífuðu nágranna okkar 0-8 í neðra Breiðholti í kvöld.


#HverfiðKallar

#StoltBreiðholts

100 views0 comments