Styrklistinn (Power Rankings)

Tveir leikir eftir og partýið á fullu. En hvaða leikmenn eru í mestu metum hjá 6 Ljónum fyrir þessa tvennu sem framundan er?

 


1. Nacho Heras (1) heldur sæti sínu sem mikilvægasti maður liðsins í síðustu leikjum. Bjarki kom til baka en Spánverjinn hélt áfram að taka frumkvæðið í vörninni og hélt öðru hreinu laki í röð. Það tryggir sæti hans á toppnum. 11 af 18 stigum.


2. Eyjó (4) er búinn að stíga upp af öryggi og þó að liðið allt sé að verjast vel og færin móti okkur séu fá, þá er alltaf tilkomumikið að sjá menn fulla af sjálfstrausti þegar stórhætta myndast og þeir þurfa að taka á honum stóra sínum. Maður leiksins í síðasta leik og alveg eins og Nacho, ef hann heldur uppteknum hætti verður erfitt fyrir liðið að ná ekki sínum markmiðum. 8 af 18 stigum.


3. Stefán Árni (3) heldur áfram að vera einhvers konar lykill að sóknarspili liðsins. Í síðasta leik, og þá sérstaklega seinni hálfleik, var hann ekki eins atkvæðamikill og hann hefur verið fyrr í sumar en engu að síður poppar hann upp með stoðsendingu og er alltaf hættulegur og erfiður fyrir varnir andstæðinganna að þagga niður í. 6 stig af 18.


4. Sólon (-) tók forystuna í markakóngskappinu við Sævar með flautumarki gegn Keflvíkingum. Ómetanlegt til að halda vonum okkar á lífi og þá fara menn að hugsa til allrar vinnunnar sem hann hefur verið að leggja fram í að verja sóknina og annað slíkt. Sólon er stórhættulegur sóknarmaður og auðvitað hefðum við vilja sjá hann toppa skoralista deildarinnar en að sama skapi er gaman að sjá sem flesta vera með í skoruninni. 6 stig af 18.


5. Ernir Bjarnason (2) er ennþá "vélin" en liðið hefur verið að plumma sig ágætlega síðan hann fór í bann og hefur verið að stríða við bakmeiðsli eftir það svo það er viðbúið að toppsætið sem hann vermdi fyrir stuttu sé í höndum annara um sinn. En við þurfum hann gegn Fjölni. Vonandi í fullu fjöri þá. 5 stig af 18.


#StoltBreiðholts


47 views0 comments

Recent Posts

See All