Styrklistinn (Power Rankings)

Ósigraða liðið í toppbaráttunni er með smá hreyfingu á Styrklistanum eftir að kjósendur gáfu aðeins 4 leikmönnum stig þessa vikuna.


 


1. Nacho Heras tekur toppsætið eftir að hafa verið nokkuð frá sætinu í allt sumar. Að halda hreinu í fjarveru Bjarka og skora annað markanna í góðum sigri er vel þess virði að skjóta honum á toppinn loksins. Eini útlendingur liðsins hefur verið öflugur í allt sumar en kannski ekki fengið eins mörg atkvæði og hann skyldi þar sem vörnin hefur verið að leka mörkum þrátt fyrir allt og leikmennirnir framávið hafa líka verið að ganga í augun á okkur. 10 af 12 stigum.


2. Ernir Bjarna er kominn úr leikbanni sínu og heldur sæti á listanum enda tók hann upp þráðinn gegn Haukum á föstudag og spilaði akkerishlutverkið á miðjunni listavel. 7 stig af 12.


3. Stefán Árni dettur aðeins niður en það er bara sökum þess að Nacho skýst í fyrsta sæti. Stefán er ennþá stórhættulegur sóknarlega og harðduglegur afturábak. Það hefur aldrei breyst í sumar. Einn sá fyrsti á blað ef hann er 50% heill eða meira. 6 stig af 12.


4. Eyjó hélt hreinu og fær stig frá einu Ljóni fyrir að stýra teignum og liðinu sem fyrirliði á föstudag. Ef hann heldur uppteknum hætti út tímabilið geta draumar ræst.


#StoltBreiðholts

#ÁframLeiknir43 views0 comments

Recent Posts

See All