• Ljón

Styrklistinn (Power Rankings)

Það er komið að því að taka púlsinn á Leiknisljónum varðandi hverjir eru okkar 5 sterkustu leikmenn eins og staðan er í dag í Styrklistanum. Að þessu sinni stækkuðum við hóp matsmanna í 6 talsins. Allt menn sem hafa séð megnið af leikjum liðsins í sumar. Here goes:


 


1. Ernir Bjarnason: Yfirburðir Ernis í valinu eru algerir. Allir nema einn í "matsnefndinni" settu hann í fyrsta sæti listans þessa vikuna (og hinn í annað sætið). Það er ljóst að það eina sem vantaði uppá að hann yrði kórónaður var markið sem kom gegn Þrótti. Ekki skemmdi fyrir að það var á síðustu mínútunum og tryggði okkur stigin 3. Hann er vélin sem þetta lið gengur fyrir. Svo einfalt er það. 17 stig af 18 mögulegum.


2. Sævar Atli: Hefur ekki spilað í síðustu tveimur leikjum en heldur þó 2. sætinu. Það er til marks um það í hversu miklum hávegum drengurinn er hafður í huga stuðningsmanna. Þetta á að vera "what have you done for me lately" listi en það er víst að liðið er ekki samt án hans. 7 stig af 18 mögulegum.3. Stefán Árni: Var hættulegur aftur gegn Þrótti en olli ekki sama usla og við erum orðnir vanir að sjá. Það var ekki vegna framtaksleysis heldur líklegast hentaði leikstíll Þróttara honum einfaldlega illa til að pakka þeim saman. 3. sætið á þessum lista er ekkert til að skammast sín fyrir. 4 stig af 18 mögulegum.


4. Hjalti Sigurðsson: Í síðustu tveimur leikjum sérstaklega hefur Hjalti vaxið svakalega á vellinum. Hann, umfram aðra leikmenn, er beðinn um að færa sig til á vellinum eftir þörfum liðsins og það er enginn afsláttur gefinn af afköstunum þó hann færi sig úr djúpum miðjumanni í hægri bak og svo upp í stuðning við sóknarmann. Svo er ekki laust við að hann sé að láta meira heyra í sér og taka að sér ákveðið leiðtogahlutverk þó hann sé "bara" lánsmaður. Áfram þú Hjalti! 3 stig af 18 mögulegum.5. Nacho: Spánverjinn knái er búinn að vera góður í allt sumar en vörnin í heild hjá liðinu hefur ekki verið að skríða almennilega saman fyrr en í síðustu leikjum. Hann er fljótur inn í sendingar og með Bjarka eru þeir farnir að skipuleggja leik liðsin betur og betur. Nacho fékk sæti í liði umferðarinnar síðustu hjá .net 2 stig af 18 mögulegum

64 views0 comments

Recent Posts

See All