Sokkaðir Sérfræðingar

Það fór eins og allir sannir Leiknismenn vissu, að Siggi og strákarnir tryggðu sæti sitt í efstu deild annað árið í röð. Ef til vill voru það sérfræðingarnir sem allir spáðu okkur falli, sem fylltu okkar menn eldmóði en það var svo sannarlega gaman að sokka þá alla.


Í vikunni dustuðum við rykið af Sokkalistanum sem við settum upp í vor til að halda til haga hverjir þessir vantrúuðu voru. Svo gengum við á nokkra þeirra í vikunni og skjalfestum sokkun þeirra til að hafa gaman að. Við þökkum þeim öllum fyrir að taka vel í þá iðju.


Því skal líka haldið til haga að langflestir þeir sem spáðu okkur falli, gerðu það með þungu hjarta og gleðjast mjög með okkur að vera sokkaðir. Menn að meiru fyrir vikið. Bravó! Hér er svo stutt myndband sem sýnir sokkunina hjá nokkrum vel völdum sérfræðingum.
#SockTheWorld

#HverfiðKallar

#StoltBreiðholts

148 views0 comments

Recent Posts

See All