• Ljón

Ljónavarp #29: Guy Smit lyktar af grasinu og kveikir eld!

Guy Smit er happfengurinn okkar frá Hollandi sem stendur milli stangana eftir brotthvarf Eyjós í haust. Hann hefur svo sannarlega sett sinn lit á leik liðsins í sumar og horfir björtum augum á framhaldið.


Guy settist niður með Hannesi og Snorra í framhaldi af stórsigrinum gegn Keflavík og fyrir bátsferðina til Vestmannaeyja gegn ósigruðu liði ÍBV. Hann talaði hispurslaust um sitt hlutverk, uppeldið í hollenska knattspyrnuheiminum, lífið á Íslandi og margt fleira.


Að venju er hægt að nálgast hlaðvarpið á Spotify, Apple og öllum þeim stöðum sem þú vanalega nálgast podköst. Nú, ef þú nálgast yfirleitt ekki podköst, þá geturðu ímyndað þér að um sé að ræða útvarpsþátt á sarpinum og smellt hér til að hlusta. #StoltBreiðholts

#ÁframLeiknir

#OperationPepsiMax

74 views0 comments

Recent Posts

See All