• Ljón

Ljónavarp #028: Siggi um fyrri helming tímabilsins og sálfræðistríð þjálfarans

Nýjasta Ljónavarpið er komið út. Siggi Höskulds, aðalþjálfari meistaraflokks, ræddi meðal annars tímabilið hingað til og gagnrýni eins stuðningsmanns á frammistöður og margt annað. Skemmst er frá því að segja að stjórinn er sáttur með strákana okkar hingað til og keyrir óhræddur og áhyggjulaus inn í svakalega törn gegn liðunum fyrir ofan okkur í deildinni á næstunni.Að venju ættir þú, Leiknisljón gott, að geta nálgast nýjasta Ljónavarpið með þeim hætti sem þér hentar best en ef þú veist ekki hvað hlaðvarp er, þá er það svona eins og útvarpsþáttur í "sarpinum". Ef það hringir ekki bjöllu, smelltu þá bara hér og settu heyrnatækin í botn. Það er komið Ljónavarp!

76 views0 comments

Recent Posts

See All