Sævar Atli til Lyngby (STAÐFEST)

Bæði Leiknir og Lyngby hafa staðfest að okkar maður er orðinn leikmaður danska liðsins.Sævar er með samning til 2024 og í frétt fotbolti.net má sjá viðtal við drenginn ásamt skemmtilegri kynningu félagsins á honum.


Að sjálfsögðu óskum við öll Sævari, fjölskyldu hans og félaginu okkar til hamingju með ráðahaginn. Virkilega spennandi tímar framundan og óneitanlega léttir að þurfa ekki að horfa á hann í öðru íslensku liði í bráð.


Fyrir utan að vera nú orðið uppáhaldslið allra Leiknismanna í útlöndum eru Lyngby með framúrskarandi samfélagsmiðlaumfjöllun svo við hvetjum alla til að fylgja þeim Sævari og Freysa á öllum þeirra miðlum.31 views0 comments