• Ljón

Sævar Atli nýr fyrirliði

Siggi Höskulds hefur valið nýjan nýliða fyrir Leikni og fyrir valinu varð gulldrengurinn, Sævar Atli Magnússon. Drenginn þekkja allir sem hafa farið á Leiknisleik eða haft eitthvað að gera með félagið síðustu 5 ár. Þetta er tímamótaákvörðun enda má túlka hana sem svo að hinum 19 ára Sævari sé ætlað að leiða nýja kynslóð öflugra Leiknismanna í næsta kafla sögu félagsins.Sævar Atli er fæddur og uppalinn Leiknismaður og hefur alltaf gefið sig allan fyrir félagið. Í Jólaljónavarpsupptökum í dag var það staðfest að hann hafi verið valinn í verkefnið að leysa af Eyjó, síðasta Pepsi-lykilmanninn sem kveður hópinn. Sævar stendur eftir sem leikjahæsti Leiknismaður í núverandi hópi með 69 leiki undir beltinu.


Sævar Atli tjáði Leiknisljónunum í spjallinu að fyrirliðabandið hafi verið einn af þeim draumum sem hann hafi viljað láta rætast á ferlinum. Þó við höfum vaknað við vondann draum þegar Eyjó yfirgaf félagið fyrir 2 vikum eru þessar fréttir draumi líkastar.


Þó drengurinn sé aðeins 19 ára ennþá er ljóst að hann er metnaðarfullur fyrir hönd félagsins og sín sjálfs. Það fyrsta sem hann gerði þegar hann settist niður í sínar fyrstu Ljónavarpsupptökur var að opna Pepsi Max-dós. ÞAÐ VORU AÐ BERAST SKILABOÐ! #OperationPepsiMax er ON!


#ÁframLeiknir

#StoltBreiðholts

63 views0 comments

Recent Posts

See All