Sævar Atli í umræðunni: Viðtal og Freysi áhugasamur

Það hefur ekki farið framhjá nokkrum Leiknismanni að Sævar Atli er stjarna tímabilsins hingað til í PepsiMax-deilldinni. Hann var í viðtali við Stöð 2 fyrir leikinn í gær.


Hér getur þú nálgast viðtalið.


Þrátt fyrir að ná ekki að skora í gær er að sjálfsögðu mikill áhugi á okkar manni og eins og flestum er kunnugt er möguleiki á því að hann fari bara ekkert til Breiðabliks í lok tímabilsins ef félaginu tekst að selja hann út í atvinnumennsku fyrst.Í því samhengi er augljóst að líta til annars Leiknismanns sem var að taka við stjórnartaumum Lyngby í næstefstu deild Danmerkur. Freyr Alexanderson felur það ekkert að hann horfir hýru auga til Fógetans í Breiðholti enda veit hann hversu vandaðan mann hann væri að fá ef af yrði. En Freysi telur ólíklegt að honum takist að ná stráknum til sín í bili eins og kemur fram í viðtali um málið á fotbolti.net hér.35 views0 comments

Recent Posts

See All