Róbert á leið til Lecce

Fotbolti.net greindi frá því rétt í þessu að einn af öflugri mönnum yngri flokka Leiknis sé líklega á leið til Lecce í ítölsku B-deildinni á næstunni. Þar myndi hann hitta fyrir tvo aðra unga Íslendinga fyrir.


Hér er kauði að slæpast á göngunum með Andi Hoti um árið

Róbert Quental Árnason hefur verið á reynslu í Svíþjóð, Frakklandi og víðar síðustu mánuði og nú er útlit fyrir að hann fljúgi endanlega úr hreiðrinu í Austurbergi 1. Hann er sókndjarfur og teknískur miðjumaður sem var með U-17 ára landsliðinu í síðustu viku í Finnlandi. Stráksi kom frá ÍR fyrir nokkrum árum þar sem sagan segir að hann hafi ekki fengið jafnmikil tækifæri til að spila upp fyrir sig í flokkum yngra starfsins í síðara-Breiðholti. Stórveldið í 111 kippti því í liðinn fyrir hann og nú virðist hann vera að uppskera ævintýri í atvinnumennskunni fyrir vikið. Róbert kom við sögu síðustu 25 mínútur Pepsimax leiksins á Origo-vellinum gegn Íslandsmeisturum Vals í vor, tveimur dögum fyrir 16 ára afmælisdaginn sinn.

HVER ER RÓBERT QUENTAL?

Spennandi tímar fyrir okkar mann og að sjálfsögðu tilkynnum við það um leið og sviginn kemur á "staðfest" í þessum málum.


#StoltBreiðholts

#HverfiðKallar heimild: fotbolti.net

31 views0 comments

Recent Posts

See All