Pepplisti Leiknis 2019

Það eru mismunandi tónar sem koma strákunum í stuð. Hér er lagalistinn sem myndi fá að rúlla ef hver leikmaður í búningsklefa Leiknis fengi eitt lag í spilun til að koma sér í stuð fyrir leik.





Fyrsti leikdagur í Inkasso-deildinni er í dag og menn byrjaðir að gíra sig upp. Margir nota meðal annars tónlist til að ná sér í rétt hugarástand fyrir 90 mínútna baráttuna.


Smekkur manna er mismunandi og það er skemmtileg blanda af tónlistarstefnum sem fær að skína í gegn í okkar búningsklefa. Við erum búnir að vera að safna tilnefningum hjá strákunum síðan þeir voru að peppa sig fyrir tímabilið á Spáni fyrir nokkrum vikum. Það vantar enn örfá lög og við auglýsum bara hérmeð eftir því að þeir innan hópsins sem hafa ekki skilað inn sínu lagi, geri það hið fyrsta.





Sjáumst dansandi á vellinum í dag!

37 views0 comments