Manga og Octavio kveðja félagið

Suður-Ameríska ævintýrinu í Breiðholti er lokið í bili. Þeir Octavio Paez frá Venesúela og Andrés "Manga" Escobar frá Kólumbíu er á förum frá félaginu á næstu dögum. Hvorugur kveikti í deildinni eins og margir eflaust vonuðust til en þeir gáfu báðir allt í verkefnið og voru sjálfum sér og félaginu til mikils sóma.

Við þökkum þeim félögum kærlega fyrir tímabilið og óskum þeim að sjálfsögðu innilega góðs gengis á næsta viðkomustað á sínum knattspyrnuvegferðum.


#GraciasManga

#GraciasOcta

#StoltBreiðholts

26 views0 comments