Óttar Bjarni er kominn heim

Okkar fyrrum fyrirliði, Óttar Bjarni Guðmundsson, er kominn heim í Breiðholtið eftir 5 ára útlegð hjá Stjörnunni og ÍA. Miðvörðurinn knái kemur með fullt af reynslu inn í hjarta varnarinnar fyrir verkefnið að negla niður stöðu félagsins í efstu deild.Það má segja að þetta hafi verið verst geymda leyndarmál haustsins en orðrómur hafði verið lengi um að kappinn væri á leið heim í hverfið enda samningslaus á Skaganum. Óttar Bjarni skrifar undir 2ja ára samning við Leikni og planið er að ljúka ferlinum í 111. Að sjálfsögðu bjóða Leiknisljón nær og fjær týnda soninn velkominn aftur í faðm félagsins.


Frétt af heimasíðu félagsins


#StoltBreiðholts

#HverfiðKallar

11 views0 comments

Recent Posts

See All