Ljónadagatalið 1.des: Viktor Freyr Sigurðsson

Einn lítill súkkulaðimoli á dag. Sá fyrsti, þessi "litli" pjakkur með stóru lúkurnar og einn stóran deildarleik í ár.


Viktor Freyr steig uppúr 2. flokki á þessu ári og á tímabili leit út fyrir að vonir varnarinnar um Pepsi Max lægju á herðum hans. En Hollendingurinn kom yfir og Viktor fékk því smá svigrúm til að anda og læra meira áður en hann tekur af skarið áður en á löngu líður. Viktor þurfti að sækja boltann í eigin mark 6 sinnum gegn KA í bikarnum með aðeins 8 samherja fyrir framan sig. Það var lítið við hann að sakast þar en svo fékk hann stórt tækifæri í því sem varð á endanum síðasti leikur tímabilsins í Ólafsvík þar sem Sævar og Vuk skoruðu 3 mörk saman á meðan Viktor sýndi flotta takta og fékk á sig eitt mark sem engan veginn hans sök.


Fyrir leikinn í Ólafsvík var sterkur orðrómur um að boltinn færi aftur í pásu eins og raunin varð svo. Þá fór um mann ónotatilfinning að hafa svotil alveg óreyndan mann milli stanganna þegar við var að búast að restin af liðinu væri taugaóstyrkt með að þetta gæti verið síðasti leikur tímabilsins og ekkert svigrúm til að tapa stigum í boði. En Viktor, eins og allt liðið, sýndi stáltaugar og sannaði fyrir þeim sem ekki voru sannfærðir fyrir, að hann er svo sannarlega framtíðarmarkvörður Leiknis. Hvort sem það verði strax næsta sumar eða í framhaldi af því.Okkar maður!

77 views0 comments