• Ljón

Ljónadagatal 3.des.: Andi Hoti

Andi er miðvörður í 2. flokki sem hefur vermt tréverkið hjá meistaraflokki á tíðum í ár og meira að segja hefur hann komið inná þrisvar.


Andi verður ekki 17 ára fyrr en 22.des. næstkomandi en félagið okkar treysti sér ekki til að bíða of lengi með að negla undirskrift hjá stráksa. Á dögunum kvittaði hann á 3ja ára samning við félagið svo það er klárlega mikil trú á honum hjá félaginu.

HVER ER ANDI HOTI?

Eins og kom fram í umræðu í Ljónavarpinu í ár, þá hefur Andi verið að æfa nokkuð mikið með meistaraflokki og fer af honum orðspor þar sem hann virðist oftar en ekki vera í vinningsliðinu af einhverjum ástæðum. Einhver svona týpa sem finnur leið til að vinna þó það fari kannski ekki svakalega mikið fyrir honum.Það er ekki auðvelt að gefa miðverði sjénsa af bekknum eins og t.d. miðjumanni eða sóknarmanni þegar liðið er yfir en við bindum miklar vonir við að þessi ungi maður fái næg tækifæri til að láta finna fyrir sér á næstu árum og verði svo á endanum einn af mörgum uppöldum miðvörðum félagsins sem hafa sigrað heiminn....eða allavega landið :)


Okkar maður!
43 views0 comments