Ljónavarpið #014: Pape peppar og Helgi spjallar

Einn leikur til stefnu og lokahóf á laugardagskvöld hvernig sem þetta fer allt saman!

Í nýjasta þætti Ljónavarpsins settist Helgi framkvæmdastjóri niður með Árna, Ósa Kóng og Snorra til að ræða klúbbinn, sumarið, partýið á laugardag og kannski tvennt í viðbót. Svo kom stormsenterinn Pape Mamadou Faye í heimsókn og rifjaði upp góða tíma hjá Leikni og áhugaverðar senur sem urðu á lokadegi 1. deildar haustið 2011.Leggið við hlustir með öllum tiltækum ráðum gott Leiknisfólk. En fyrir alla muni, ekki gleyma að kjósa Leikmann ársins með því að senda ykkar val á elvargeir@fotbolti.net fyrir hádegi á morgun, föstudag. Það er engin vísbending frá okkur í varpinu. Ef við fengjum að ráða fengju allir strákarnir medalíur fyrir geggjað tímabil.


Og að venju, ef þú notar ekki hlaðvarpsveitur eða Spotify, þá geturðu bara smellt hér og notið eins og allir hinir.#ÁframLeiknir

#StoltBreiðholts

40 views0 comments

Recent Posts

See All