Ljónavarpið #002: Eyjó spjallar og stuðningsmannaspjallið

Updated: Mar 29, 2019

Eyjólfur Tómasson, reynslubolti og fyrirliði liðsins, mætti í langt og gott spjall í nýjasta þætti Ljónavarpsins. Hægt er að hlusta á hlaðvarpið hér á síðunni eða niðurhala því á öllum helstu hlaðvarpsveitum heims.

 

SMELLTU HÉR TIL AÐ HLUSTA

Ljónavarpið er stútfullt af gleði í þetta sinn enda á ýmsu að taka og hleypur þátturinn á 2 klukkustundum. Eyjólfur hefur verið milli stanganna upp og niður deildir og kynnst mörgum þjálfurum og leikmönnum ásamt því að hafa aldrei búið annars staðar en í 111 Reykjavík. Það var því af nógu að taka þegar hann var svo elskulegur að gefa sér tíma með okkur.


Í Ljónaspjallinu ræddu þáttastjórnendur svo saman um stóra KSÍ agamálið, kvennadeildina og heimasíðuna fyrir hlaðvarpið.


#ÁframLeiknir


172 views0 comments

Recent Posts

See All