Lið 10. umferðar Pepsi-Max: Leiknir með 4 fulltrúa

Fótbolti.net tilkynnti í dag lið nýliðinnar 10. umferðar í Pepsi-Maxdeildinni. Það er aldrei leiðinlegt að skoða það eftir góðan leik hjá Leikni og er þetta skiptið engin undantekning.Okkar menn dreifa sér um allan völlinn og Siggi Höskulds valinn þjálfari umferðarinnar í 3. sinn. Guy Smit ver markið í annað sinn og þeir Binni og Sævar Atli fá kallið í 3. sinn líka.


Við óskum okkar mönnum til hamingju með sigurinn í gær og minnum á að á morgun kemur inn funheit Kraftröðun á Leiknismönnum sem dómnefnd Leiknisljónanna velur. Þar er barist fyrir alvöru. Innbyrðis!


Hér má finna umjöllun .net um Lið Umferðarinnar.


#StoltBreiðholts

#HverfiðKallar

21 views0 comments

Recent Posts

See All