Leiknir úr sóttkví, Fylkisleikurinn verður á þriðjudag

Eins og glöggir Leiknismenn vita, var allur leikmannahópur Leiknis sendur í sóttkví á mánudag eftir að smit kom upp hjá einum leikmanni.



Í dag fóru allir í skimun og skemmst er frá því að segja að allir virðast sloppnir við skrekkinn nema þá væntanlega þessi eini sem var smitaður.


Leikurinn við Fylki á Wurth-vellinum sem átti að fara fram á þriðjudag, virðist því ætla að fara fram á áætlun. Mikil gleðitíðindi þar á ferð.


#StoltBreiðholts


41 views0 comments