Leikdagshlaðvarp gegn Magna

Við tókum upptökugræjurnar með á Leiknisljónahittinginn og leikinn gegn Magna á laugardag og festum á "band" stemninguna ásamt því að fá stutt spjall við Árna Elvar leikmann og Þorstein Þormóðs, formann Magna. 

Það var heilmikil eftirvænting meðal okkar og þeirra stuðningsmanna sem mættu á völlinn á laugardag enda búnir að bíða lengi eftir því að Inkassodeildin byrji að rúlla. Árni Elvar, sem vermdi tréverkið að þessu sinni, gaf sér smá tíma með okkur í spjall um stóru málin og svo fengum við hinn stórskemmtilega formann Magna, Þorstein Þormóðsson, í heimsókn og gott spjall um stöðuna á þeirra liði og félagi fyrir sumarið.
Eins og frægt er orðið ollu strákarnir okkar ekki vonbrigðum og kláruðu leikinn flott með 4 mörkum gegn 1 og vörðu yfirburðið Leiknismanna í 92 mínútur. Óskabyrjun sem við greindum lítillega eftir leik á bandinu líka.


Ef hlustendur hafa einhverjar tillögur um efni eða viðtöl sem þeir vilja sjá hjá okkur, ekki hika við að láta okkur vita í gegnum comment hér eða í tölvupósti á ljonavarpid@gmail.com


#ÁframLeiknir

84 views0 comments

Recent Posts

See All