• Ljón

Jólaljónavarpið á laugardag!

Næstkomandi laugardag, 7. desember, tökum við upp svakalegasta Ljónavarpið hingað til! Herdeild viðmælenda stendur fyrir svörum og skeggrætt verður um allt Leiknistengt í aðdraganda Jólapartýs félagsins.


Fyrr sama dag mæta Leiknismenn HK-ingum í Kórnum klukkan 11:15 í æfingaleik. Við ætlum að vera á staðnum, fylgjast með leiknum og ræða við Leiknisfólk um allt félaginu tengt. Það verður forrétturinn að veislunni.


Milli 15:30 og 17:30 sama dag, ætlum við að vera í Austurbergi, sötra jólaöl og smákökur og taka stutt spjall við fullt af áhugaverðu Leiknisfólki og jafnvel einhverju EKKI Leiknisfólki. Allir að keyra sig í jólagír og ræða okkar hjartans mál. Á næstu dögum ætlum við að fylla dagskrána okkar og bögga fullt af fólki til að kíkja við. Vonandi tekur það fólk vel í en þið hin Leiknisljónin. Eruð þið hungruð í svör? Er eitthvað sem þið viljið að við komumst að í þessu? Sendið okkur endilega línu hér undir, á samfélagsmiðlum eða hvernig sem ykkur hentar og við reynum að fá svörin sem þið eruð að leita að. Ef þið viljið senda tölvupóst er það ljonavarpid@gmail.com Vikuna eftir þessar upptökur verður svo Jólapartý Leiknis í Austurbergi fyrir allt Leiknisfólk laugardaginn 14.desember, eftir annan æfingaleik svo hlustun á JólaLjónavarpið verður flottur undirbúningur fyrir það.


#ÁframLeiknir

#StoltBreiðholts

37 views0 comments

Recent Posts

See All