Hver er Viktor Marel?


Nafn: Viktor Marel Kjærnested

Gælunafn: Marri, fýla það reyndar ekki

Afmælisdagur/Aldur: 28 janúar, 20 ára

Hjúskaparstaða: Í sambandi


Staða á velli: Framherji

Fyrsti leikur með meistaraflokki: 2016 á móti Gróttu í Lengjubikar

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Superfly

Hver var hetjan þín á yngri árum? Cristiano Ronaldo og Fernando Torres

Hvaða lið studdir þú í æsku: Liverpool

Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Aldrei að segja aldrei

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ísak Snær Þorvaldsson leikmaður Norwich

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Bjarki Már Sverrisson

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Gyrðir Hrafn Guðbrandsson þegar hann var í KR, tuðaði (tuðar) ekkert eðlilega mikið.

Sætasti sigurinn: 1-1 sigur á móti Fjölni til að komast í úrslitaleikinn á Rey Cup, unnum á markatölu í riðlinum eins grillað og það er og unnum síðan Rey Cup sem var helvíti sætt

Mestu vonbrigðin: Sitja svona mikið á bekknum síðasta sumar

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, Formúlu 1, Handbolta, Golf, NBA og NFLMessi eða Ronaldo?: Ronaldo, easy

Benz eða BMW?: Bmw

Pepsi eða Coke?: Drekk hvorugt en fýla rauðan þannig ég tek Coke

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo

Hvaða lið í enska?: Liverpool

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Nacho Heras, hann myndi redda öllu, Vuk Óskar, hann er einn besti líffræðingurinn í FB segir hann , gæti frætt okkur um hvaða plöntur eru ætar og ljóstillífun og svo Sævar Atli, það þarf smá yfirvegun í þennan hóp og þar kemur Siddi sterkur inn, hann á það líka stundum til að vera fyndinn

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Taka þessa hlaupabraut á Laugardalsvelli


Uppáhalds matsölustaður: Ítalía

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prison brake og Chuck

Uppáhaldsbíómynd: Allar Avengers myndirnar

Uppáhalds tónlistarmaður eða hljómsveit: Travis Scott

Uppáhalds social media follow: Jerry of the day

Fyndnasti Íslendingurinn: Steini Jr, fellow Mosfellingur

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Daim, snickers og jarðarber

Uppáhalds staður á Íslandi: Mosfellssveitin

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Kyssa sætu sætu

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræði, úff

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: J’aime la vie

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég gerði í brækur fyrir leik á móti Þrótt í 3. flokk, var búinn að vera eitthvað tæpur í maganum þannig ég spilað í engum nærbuxum það var fín tilbreyting

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Var valinn efnilegasti leikmaður Aftureldingar í handbolta þegar ég var í 5. flokk

80 views0 comments

Recent Posts

See All