• Ljón

Hver er Andi Hoti?

Spennandi miðvörður sem er að detta í 17 árin. Kynnumst honum betur.


Nafn: Andi Hoti

Gælunafn: Alltaf kallaður Andi eða Hoti

Afmælisdagur/Aldur: að verða 17, á afmæli 22.des

Hjúskaparstaða: Föstu

Staða á velli: hafsent

Fyrsti leikur með meistaraflokki: spilaði fyrsta æfingaleikinn minn í vetur 2018, fyrsti mótsleikurinn kom í sumar.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike tiempo

Hver er hetjan þín? Mamma mín

Hvaða lið styður þú: Leikni R.

Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? ÍR

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Hilmar Árni

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Þórður Einarsson og svo eru Siggi Höskulds og Hlynur geggjaðir líka.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Óþolandi að mæta Vuk á æfingum, það er ekki hægt að ná boltanum af honum.

Sætasti sigurinn: Þegar við unnum Val í 2.flokki 2018. Þeir voru bestir í deildinni þá. Var á yngra ári í 3.flokki og Doddi henti mér í hafsent á 10. Mínútu þegar leikmaður í okkar liði meiddist. Ég var svona 10-15 kílóum léttari en allir þarna og að spila hafsent í fyrsta skipti. Vorum 1-0 undir þegar ég kom inn á og unnum leikinn svo 4-1.

Mestu vonbrigðin: Að falla með 2.flokk

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist með íslenska landsliðinu í handbolta


Messi eða Ronaldo?: Messi

Benz eða BMW?: Benz

Pepsi eða Coke?: drekk bara pepsi max lime

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: messi

Hvaða lið í enska?: liverpool

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: klárlega Shkelzen ,Vuk og Marko. Fyndnustu, skemmtilegustu, og steiktustu gæjar sem ég hef kynnst.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: fjölga leikjum


Uppáhalds matsölustaður: Verð alltaf mjög spenntur þegar við strákarnir förum á BK.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Shooter og all or nothing þættirnir hjá tottenham og city.

Uppáhaldsbíómynd: dettur ekkert í hug

Uppáhalds tónlistarmaður eða hljómsveit: pop smoke


Fyndnasti Íslendingurinn: Þeir sem mæta í pottinn í Breiðholtsslaug klukkan 21:30 vita það.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: hef aldrei fengið mér bragðaref

Uppáhalds staður á Íslandi: Leiknisvöllurinn

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: stilli vekjaraklukku

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: heimilisfræði og textílmennt.

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Heroes og Euphoria

Vandræðalegasta augnablik: móralskur hjá mfl, var mjög lítill í mér þá.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: dettur ekkert í hug


162 views0 comments

Recent Posts

See All