Framtíðarmenn lánaðir út

Þrjár af vonarstjörnum Leiknis hafa verið lánaðar til liða í Lengjudeildinni til að öðlast mikilvæga reynslu í sumar.


Davíð Júlían, Andi og Shkelzen eru framtíð félagsins

Þeir Davíð Júlían Jónsson og Shkelzen Veseli eru komnir til Þrótts í Vogum sem eru nýkomnir í næstefstu deild. Þeir verða báðir 18 ára í júní. Andi Hoti er svo orðinn 18 og verður með Aftureldingu í sumar.


Það er óhætt að segja að þessir eru þrír af okkar bestu uppöldu leikmönnum og munum við fylgjast grant með gengi þeirra í sumar.


#StoltBrriðholts

40 views0 comments