• Ljón

Drilluðu drengirnir taka fyrstu stigin af öryggi

Í gærkvöld rúllaði Lengjudeildin af stað og tryggðu okkar menn sér nokkuð öruggan sigur á Þrótti Reykjavík í Laugardalnum 1-3 þar sem Vuk, Danni Finns og Máni Austmann skoruðu mörkin áður en heimamenn klóruðu lítillega í bakkann á lokasprettinum.Glöggir lesendur muna ef til vill eftir því að þessi leikur var einn sá versti hjá liðinu síðasta sumar þar sem okkar menn töpuðu 3-0 og misnotuðu meðal annars vítaspyrnu í andlausum leik. Andleysi er það síðasta sem manni dettur í hug þegar minnst er á meistaraflokk Leiknis þessa dagana.


Það virðast allir tala fallega um okkar lið og þó að flestir haldi því fram að gæðin í Vestmannaeyjum og liðunum á Suðurnesjum haldi okkur frá toppnum þetta sumarið, er enginn að afskrifa draumasumar hjá okkur í Breiðholti. Af hverju? Af því að þeir eru svo vel "drillaðir" virðist vera. Undirritaður ætlar að móðgast örlítið fyrir hönd leikmanna með því að segja að þetta orð sé ofnotað einmitt af því að umheimurinn gerir sér ekki alveg grein fyrir því að í liðinu okkar er ofgnót hæfileikamanna sem bæta hvern annan upp í hvarvetna. Vissulega eru Siggi, Hlynur og Valur með hópinn vel "drillaðan" og klárlega tilbúnari í slaginn en nokkru sinni fyrr en það verður gaman að sjá á næstu vikum að hin liðin fyrir ofan okkar í spánni, koma til með að ströggla mikið fyrr en okkar menn gera. Þið lásuð það hér fyrst.Í gær fengum við serbneska blómið og óumdeilda stjörnu liðsins í aðdraganda tímabilsins aftur inn í byrjunarliðið og hann svaraði kallinu með marki eftir 7 mínútur og ógnandi tilburði allan leikinn. Vuk hefur líka bætt við leik sinn eða lært af Sævari Atla að áreita varnarmenn andstæðinganna þegar við missum boltann þartil honum er skilað til eiganda aftur. Geggjað að sjá hann með drápseðlið í botni.


Danni Finns sýndi að sama skapi að gæði hans eru ekki bundin við æfingaleiki og neðrideildarandstæðinga í bikarnum. Hann er mættur til leiks og með dólgslæti þegar kemur að því að setjann. Í gær glímdi hann boltann af miðjumanni Þróttar og brunaði upp að teig og þrusaði í þaknetið nær. Eins og fyrirliðinn sagði fyrir viku; "ógeðslega góður í fótbolta".


Mynd eftir Þórir Þórisson

Smitarinn frá Hollandi stóð milli stanganna í fyrsta sinn og kom bara flottur út. Fékk ekki svakalega mikið að gera og var kannski ekki 100% öruggur alltaf en það vantaði ekki að hann tók af skarið og reif kjaft allan leikinn til að halda mönnum við efnið.


Liðið allt stóð sig til fyrirmyndar en fyrir utan að Máni Austmann er stórhættulegur í sóknarleik liðsins áfram þá var gaman að sjá Daða Bærings koma sterkan inn líka með eitthvað meiri dólg en hann er þekktur fyrir. Hann ætlar að láta til sín taka í sumar og ekki láta Gyrði eða Elvar Árna halda sér á tréverkinu greinilega.


Bjarki, Binni og Dagur tóku vörnina með Vélina einhvers konar "útumallt" hlutverkii aftur. Sókndirfska en ekki fifldirfska í gær. Liðið dróg aðeins úr eftir að fyrsta markið kom en settu svo í gírinn í seinni hálfleik og markið frá Dann Finns kom snemma í seinni. Þá var útséð að heimamenn gætu ekki skrapað saman þeirri frammistöðu sem umgjörðin á vellinum og í kringum félagið verðskuldar.


Í fyrra unnum við Magna á gervigrasinu í fyrsta leik sannfærandi en töpuðum svo fyrir Aftureldingu og Njarðvík í næstu tveimur leikjum sem setti liðið svolítið upp við vegg. Við vitum öll hvernig það endaði en í ár er lokspretturinn mikið til á útivelli, í gaddi og lengst utan Borgaramarkanna. Ef #OperationPepsiMax á að takast er ljóst að menn verða að safna stigunum núna og gefa ekkert eftir inn í haustið.

Þórir Þóris á þessa líka

Fyrir utan úrslitin er stíllinn yfir leik liðsins ákaflega aðlaðandi og næsta verkefni er að bruna norður í miðri viku og máta okkur við miðlungslið í PepsiMax-deildinni á Greifavellinum. Miðað við metnaðinn í hópnum má búast við hörkuleik og svo er það Vestri á Domusnovavellinum næstu helgi sem er skyldusigur fyrir topplið eins og okkar. Eftir það er svo þriggja leikja veisla við beina andstæðinga um toppsætin tvö, og okkar besta Nacho! Það er stutt í að við vitum hvað í okkar mönnum raunverulega býr og hlakkar gífurlega til að sjá það. #StoltBreiðholts

#HverfiðKallar


75 views0 comments