• Ljón

Drillaðu mig í drasl, takk fyrir!

1-2 sigur í Sunny KEF var fullkomin leið til að fara inn í helgina og róa taugar okkar sem erum ekki alveg inní klefa með strákunum að hlusta á Sigga og félaga stappa stálinu í þá. Liðið frumsýndi nýja varabúninginn í kvöld og virðist hann skila sama árangri og sá með kraganum og Iceland á bringunni. Mikill léttir enda þarf að kippa Vestmannaeyingum á mottuna eftir aðeins 4 daga.


Skítlúkka, þessir nýju Mynd eftir Hauk Gunnars

Leikskýrsla á KSÍ

Skýrslan á .net


Það var ekkert smáverkefni að mæta feyknasterku liði Keflvíkinga sem hafa byrjað mótið af miklum krafti en það virðist henta okkar liði mikið betur að spila gegn öðrum liðum sem ætla sér stóra hluti í sumar en einhverjum aulum sem spila knattspyrnu til að skemma fyrir öðrum. Nefni engin nöfn.....fyrr en við förum á Ísafjörð í lok tímabils.


Suðurnesið skartaði sínu fegursta fyrir okkur í stúkunni en töluverður vindur var á vellinum sjálfum fyrir strákana. Af leiknum er helst að frétta að bæði lið þreyfuðu töluvert fyrir sér fyrstu mínúturnar og kannski var Gyrðir í hægri bak merki um að Leiknir ætlaði ekki í eitthvað kamikaze-mission í kvöld.


Sævar Atli skoraði flott mark eftir fyrirgjöf frá Mána en var flaggaður rangstæður. Þvættingur eins og sést á meðfylgjandi mynd.En það voru hálffæri á báða bófa þartil Nacho "okkar" Heras sett´ann á 35.mínútu úr föstu leikatriði. Mögulega er þetta sett sem sjálfsmark en við skulum gefa honum þetta fyrst þetta fór allt á besta veg hvort eð er og við elskum hann. Hann hafði líka vit á því að fagna mjöööög takmarkað. Markið breytti litlu í nálgun okkar manna. Það var nóg eftir og heimamenn voru ekki að fara að pakka í vörn. Þegar menn eru með markatöluna 9-1 í fyrstu 2 leikjum er ljóst að þeir eru graðir í meira. Í hálfleik þurfti Bjarki að kveðja partýið og kom Ósvald Jarl inná í fyrsta sinn á tímabilinu eftir sín meiðsli.


Það er skemmst frá því að segja að hálfleiksræðan svínvirkaði og þó það þyrfti að breyta uppsetningu liðsins með brotthvarfi Bjarka, tóku okkar menn völdin í leiknum og voru búnir að jafna á 54. mínútu. Máni markavél var þar að verki og allir kampakátir. Það var svo aðeins 6 mínútum síðar sem Danni Finns fékk hælsendingu frá uppeldisbróðurnum og fyrirliðanum og þrusaði boltanum í netið af 25 metra færi. Hérumbil fullkomið færi að hans skapi og maður fer að gera sér grein fyrir að þau 100-300 mörk sem hann kemur til að skora fyrir Leikni á ferlinum verða öll svona, af dýrari gerðinni. Þessi sem maður gólar í loftið og stekkur af stað til að fagna. Það hlýtur að vera óþolandi fyrir andstæðinga að þurfa að verjast svona ofarlega til að loka á svona gæði.

SJÁÐU MARKIÐ HANS DANNA HÉR

Liðið varð fyrir alls kyns skakkaföllum það sem eftir var leiks og misstum við Dag í meiðsli á 67.mínútu og Mána á 84. mínútu en liðið hélt dampi ótrúlega vel og lokaði dæminu fyrir rest. Það voru nokkur færi fyrir heimamenn og þá kom sér vel að vera með einn aðkeyptan Hollending í markinu. Ég held að það sé ekki ofsögum sagt að hans viðvera hefur skilað liðinu 3 stigum í síðustu 2 leikjum. Það munar um minna þegar markmiðið er að fara alla leið upp.


Það átti enginn vondan dag í okkar liði en Vélin setti liðið stundum í erfiða stöðu með því að sparka í staðinn fyrir að skalla og annað slíkt. Annars var hann að venju ákafur í baráttunni á miðjunni og átti sinn þátt í sigrinum. Fyrirliðinn var öflugur framávið, sett´ann yfir úr álitlegu færi, skoraði löglegt mark sem var dæmt af, átti stoðsendingu og barðist til baka allan leikinn. Punkturnet gaf honum nafnbótina Maður Leiksins og Danni Finns í öðru sæti. Það er erfitt að þræta fyrir það en eins og áður sagði þá bjargaði Guy Smit okkur nokkrum sinnum og það telur stórt fyrir okkur. Hann væri vel að nafnbótinni kominn.Svo var ekki öfundsvert fyrir Binna nokkurn Hlö að vera miðvörður meðan menn hrundu allt í kringum hann. Hann var oftar en ekki 100% með á nótunum og setti boltann og kollinn í alls konar bolta sem hefðu getað endað með ósköpum. Undirritaður myndi setja krúnuna á þann gamla ef það væri eitthvað keppikefli. Hann fékk skammir fyrir rautt í bikarnum og að vera svolítið mislagðir fætur gegn Vestra. Hann svaraði kallinu af krafti í kvöld og á þakkir skyldar fyrir.


Annað sem hefur verið virkilega gaman að sjá í öllum hans leikjum hingað til er að að Vuk Óskar Dimitrijevic er að berjast til baka og láta finna fyrir sér um allan völl. Hann er brjálæðislega spennandi með boltann á hlaupum að leika listir sínar en líka farinn að standa sína pligt og rúmlega það til að pressa á andstæðinginn alls staðar.


En eins og áður segir, þá var þetta glæsilegur liðssigur sem gerbreytir viðhorfi manns til annars stórleiks sem er á Domusnovavelli strax eftir vinnu á þriðjudag. Þá koma Harlem Globetrotters til landsins með Gary Martin fremstan í flokki og verður það önnur áskorun sem Leiknismenn geta tekið beint á kassann eftir sjálfstraustið sem þeir fengu úr þessum leik.


Enda eru þeir svo vel drillaðir drengirnir :)


#StoltBreiðholts

#HverfiðKallar

#OperationPepsiMax

141 views1 comment