Ljónavarpið #35: Davíð Snorri um 2015 og núið

Stundin sem þið hafið beðið í hartnær 2 sólarhringa er runnin upp! Seinni hluti spjalls okkar við Davíð Snorra er kominn í loftið.


Í þessum hluta ræddum við undirbúninginn fyrir Pepsideildina veturinn 2014-2015 og að sjálfsögðu pumpuðum við hann um samanburðinn við félagið núna 6 árum síðar. Ef þú fílaðir fyrra hlaðvarpið, þá er þetta framhald augljóslega nauðsynlegt á hvert Leiknisheimili. Að venju geturðu nálgast Ljónavarpið á Spotify, Apple Podcasts og öllum helstu hlaðvarpsveitum og svo auðvitað bara hér á síðunni.


Ert þú með einhvern hjá félaginu, núna eða áður fyrr, sem þú vilt að við tökum fyrir? Eitthvað "Leiknískt" sem þú vilt að við gægjumst á bakvið dyrnar með? Lát í þér heyra gegnum samfélagsmiðla eða í tölvupósti á ljonavarpid@leiknisljonin.net #StoltBreiðholts

#HverfiðKallar

53 views0 comments

Recent Posts

See All