Danni (F)inn í U-21 hópinn!

Daníel Finns Matthíasson hefur verið kallaður inn í U-21 hóp Davíðs Snorra fyrir leiki gegn Kýpur og Portúgal í þessum mánuði. Fyrrum Leiknismaðurinn Stefán Árni Geirsson úr röðum KR forfallast og vonarstjarna Hverfisins kemur því sprækur inn með sjóðandi heitann vinstri fót sinn.


Danni finnur þar fyrir æskufélaga sinn, fógetann Sævar Atla Magnússon sem er svo sannarlega kominn í gang fyrir lokasprettinn með Lyngby í dönsku 1. deildinni. Þessir landsleikir eru hluti af undankeppni fyrir EM 2023 í U-21 ára flokki. Leikirnir fara báðir fram ytra, sá fyrri á Estadio Municipal de Portimao í Portúgal þann 25. mars og síðari á Ethnikos Achnas á Kýpur 29. mars.


Ísland er í fjórða sæti riðilsins eftir fimm leiki á meðan Portúgal er í því efsta og Kýpur í því þriðja.


Þeir sem hafa fylgst með Leikni í vetrarmótunum hingað til eru vel meðvitaðir um að Danni er búinn að vera á eldi í vetur og spennan magnast fyrir því að sjá hann taka næsta skrefið í þroska sínum sem einn af ungum leiðtogum Leiknisliðsins og jafnvel stjörnum Bestudeildarinnar.


Áfram Danni og Sævar!

Áfram Ísland og

Áfram Leiknir!

#StoltBreiðholts

69 views0 comments

Recent Posts

See All