Covid-smit í Leikni, allir í sóttkví

Fótbolti.net greindi rétt í þessu frá því að upp er komið Covid-smit í leikmannahópi Leiknis og fer allur hópurinn því í sóttkví.Aðeins er vitað um einn leikmann sem⁷ er smitaður og kemur fram að hann tók ekki þátt í leiknum í gær. Að venju verður viðkomandi ólíklega nafngreindur enda skiptir það ekki höfuðmáli.


Við vonum auðvitað öll að sem fæstir séu smitaðir og allir sigrist á þessu án alvarlegra veikinda.


Allir leikmenn fara í skimun á laugardaginn næstkomandi og kemur í framhaldinu í ljós hvort hægt verði að spila næsta leik.


Næsti leikur hjá Leikni á að vera á Wurth-vellinum gegn Fylki á þriðjudaginn í næstu viku svo það er tími til stefnu að leysa þetta verkefni.

139 views0 comments