Bjarki Aðalsteins nýr fyrirliði Leiknis

Það er nýr fógeti í Breiðholtinu og hann heitir Bjarki Aðalsteinsson. Nýliðaband Sævars Atla er nú komið á arm geðþekka miðvarðarins sem hefur verið hjá félaginu síðan 2017. Valið á Bjarka kemur ekki á óvart enda hefur hann verið varafyrirliði frá því að Eyjólfur var með bandið í markinu.


Úr æfingaferð back in the day

Bjarki er fyrsti maðurinn til að bera fyrirliðaband Leiknis í 20 ár án þess að vera uppalinn hjá félaginu. Hann kemur úr smiðju Blika í Kópavogi en hefur spilað meistaraflokksleiki fyrir Augnablik, Reyni, Selfoss og Þór Akureyri. Sumarið 2017 kom hann til félagsins þegar Kristó var þjálfari og þekkti til hans frá því í Kópavoginum. Af 160 leikjum í Meistaraflokki hefur Bjarki spilað 97 fyrir Stolt Breiðholts og er búinn að vera lykilmaður í hjarta varnarinnar frá fyrsta degi hjá félaginu. Bjarki er vel að nýju nafnbótinni kominn og hlakkar okkur til að sjá hann leiða liðið næstu árin. Í vor fengum við að fylgja Bjarka í gegnum dæmigerðan dag sem kennari, umboðsmaður og svo Turninn á Domusnovavellinum í 111% Stolt Breiðholts. Ef þú ert ekki búinn að horfa á þann þátt, leggjum við til að þú kynnist okkar manni betur:


49 views0 comments

Recent Posts

See All