Blix í Kópavogi á morgun

Okkar menn mæta öflugu liði Breiðablik á útivelli á morgun. Það eru ekki margir laugardagsleikir í sumar og því um að gera að gera sér glaðan dag og njóta vel.Blikar eru höfðingjar heim að sækja með aðstöðu uppá 10 og eru þeir búnir að bjóða okkur Leiknismenn velkomna í að væta kverkarnar 2 tímum fyrir upphafssparkið, þá klukkan 12:00 á þeirra eigin pöbb sem sambyggður er við stúkuna. Hvetjum við alla Leiknismenn til að þiggja það boð og hita vel upp fyrir átökin inni á velli og í stúkunni.


Það verður ekki auðvelt að leggja Blikana enda eru þeir nú í einhvers konar ham og þrátt fyrir gott gengi Leiknis í sumar hefur árangur á útivelli hingað til verið sá versti í deildinni með 1 stig og 1 mark úr 5 leikjum.


Þú vilt geta sagt að þú hafi verið á staðnum þegar Siggi og strákarnir, með dyggum stuðningi úr stúkunni, batt enda á titilvonir þeirra grænklæddu. Er það ekki annars?#StoltBreiðholts

12 views0 comments

Recent Posts

See All