Birgir Baldvins til Aftureldingar

KA-maðurinn knái er farinn yfir í Mosfellsbæ að freista gæfunnar á láni með skemmtilegu liði Magnúsar Más.Birgir Baldvins er vinstri bakvörður sem kom á láni til Leiknis í glugganum síðasta sumar og æfði svo í vetur og framlengdi lánið í 111 fyrir þetta tímabil. Eftir að Ósvald hefur náð sér á strik af meiðslum hafa tækifærin í Pepsi þornað upp fyrir þennan skemmtilega leikmann og því leitar hann niður um deild til að ná sér í nauðsynlega leikreynslu.


Þegar Birgir hefur fengið tækifæri í liði Leiknis eru menn sammála um að ekki hefur vantað örðu uppá ákafann og þarna er klárlega um virkilega efnilegan leikmann að ræða. Vonandi er ekki loku fyrir það skotið að hann snúi aftur í blárauðu rendurnar okkar í framtíðinni.


Fram að því fylgjumst við grannt með honum taka næstu skref í Maggiball í Mosó.

Gangi þér allt í haginn Birgir!28 views0 comments