• Ljón

Býr "Leiknisljón Leiksins" á þínu heimili?

Fyrsti leikur er eftir 3 daga á Leiknisvelli þegar Magnamenn koma í heimsókn frá Grenivík. Þá ætla Leiknisljónin í fyrsta sinn að verðlauna ungan stuðningsmann fyrir stuðning við liðið með því að gefa "Leiknisljón Leiksins" viðurkenningu í fyrsta sinn.

 

Montrétturinn verður sterkur hjá þeim 11 Ljónum sem ná að smella þessu upp á svefnherbergisvegginn í sumar

Hvort sem þú kemst á völlinn eða ekki er mikilvægt að ala börnin rétt upp og senda þau á völlinn, ókeypis, til styðja strákana. Með því að verðlauna duglegasta unga stuðningsmanninn eftir hvern leik viljum við stuðla að því að allir taki þátt í að láta í sér heyra og það verði ávallt uppspretta góðra stuðningsmanna sem hafa gaman af því að mæta á völlinn.

Vonandi taka foreldrar vel í þetta ásamt því að sýna afkvæmum sínum hvernig stutt er við liðið af krafti úr stúkunni. #ÁframLeiknir

#leiknisljónin

#Stúkumenningin

116 views0 comments

Recent Posts

See All