Hoti með U-19 í milliriðli fyrir EM 2022

Andi Hoti, miðvörðurinn knái sem er á láni hjá Aftureldingu, er á leið til Króatíu að spila 3 leiki með U-19 ára landsliði Íslands.Ísland er þar í riðli með Georgíu, Króatíu og Rúmeníu og liðið sem endar í efsta sæti riðilsins fer áfram í lokakeppni EM 2022 sem haldin verður í Slóvakíu 18. júní - 1. júlí.


Eins og glöggir hlustendur Leiknisljónavarpsins hafa eflaust tekið eftir, er mikil eftirvænting meðal meistaraflokksleikmanna að sjá þennan dreng vaxa og dafna í röðum Leiknis.


Við óskum okkar manni góðrar ferðar til Króatíu.


#StoltBreiðholts

18 views0 comments

Recent Posts

See All