Viðtal við Sigga fyrir heimsókn á Meistaravelli

Á morgun er það heimsókn í Frostaskjól þar sem við hittum fyrir gamla Vesturbæjarstórveldið í 19. umferð Íslandsmótsins. Það fór illa á Domusnovavellinum fyrr í sumar en Siggi ætlar að draga eitthvað nýtt upp úr leikbókinni á morgun og gefa þessum rangröndóttu leik og kannski rúmlega það.Ef marka má sumarið 2015 þá eru trommur og önnur bellibrögð bönnuð í stúkunni þar sem stuðningsmenn stórveldisins eru orðnir þroskaðir og vilja bara horfa á knattleik í ró og lyndi. Leiknisljónin virða það vonandi að vettugi, mæta bandbrjáluð á þennan rómaða völl og ýta strákunum endanlega yfir línuna frægu svo hreinlega verði hægt að byrja að undirbúa næsta tímabil í næstu umferð.


Ekki skemmir fyrir að fyrirliði okkar, Bjarki Aðalsteinsson, mætir í þessum leik bróður sínum Arnóri Sveini í liði KR. Þetta skyldi þó aldrei verða steindautt stórmeistarajafntefli eftir allt saman?


#StoltBreiðholts

16 views0 comments

Recent Posts

See All