• Ljón

Í Sóttkví með Magga Peru


Peran! Alltaf léttur í lund en léttist svo líka heilmikið þegar hann flutti til Selfoss. Við láum honum það ekki enda alltaf haldið trú við ræturnar í 111. Magnús Sigurjón Guðmundsson, samfélagsmiðlastjarna er mætt í Sóttkví og hefur, aldrei þessu vant, sitthvað að segja.


Hvað ertu að lesa?: Ég er rosalega mikill lotulesari. Er það ekki hugtak? Ég les í lotum. Háma í mig spennusögur í kringum jólin og svo stoppa ég alveg allan lestur. Bít svo í einhverja dellu og les hana til enda. Elska Arnald. Yrsu og Stefán Mána.


Hvað ertu að horfa á (þættir)?: Ég kláraði GOT, Sons of Anarchy og Banshee og síðan þá hef ég verið hálf tómur. Sama og með lesturinn þá annað hvort klára ég allt… eða hætti. Hef reynt að byrja á allskonar dóti sem allir mæla með en fundist það algjört rusl. Peaky Blinders trónir þar á toppnum. Litla ruslið.


Hvað ertu að horfa á (bíómyndir)?: Heimildamyndir um allan fjandann. Stjórnmálamenn. Trump, Norður Kóreu, Kúbu og fleira í þeim dúr. Annars get ég ekki horft á heila mynd án þess að slökkva. Hef ekki eyrð í svoleiðis.


Hvað ertu að hlusta á (tónlist)?: Er að hlusta mikið á rapparann Hauk H og Kilo. Annars klassík eins og Wu Tang, Mobb Deep og Goodie Mob.Hvað ertu að hlusta á (podcast ef við á)?: Elska þætti sem heita Tíu Jardarnir. Valur Gunnarsson er svo geggjaður í þeim. Annars: í ljósi sögunnar….. Og ekkert annað. Veistu afhverju? Ég hef ekki eyrð. Slekk alltaf. Er farinn að halda að ég sé með ADHD.


Eitthvað annað sem þú gerir til að láta tímann líða?: Ég á það til að slaka mér. Fá mér bjór og horfa á amerískan fótbolta.


Ef þú gætir séð einhvern fótboltaleik úr fortíðinni aftur núna í fyrsta sinn. Hvaða leikur væri það?: Leiknis vs ÍA á gervigrasinu. Jobbi átti stórleik og pakkaði gullaldarliði Skagans saman.


Þú verður læstur í sóttkví næstu 30 daga með 5 manns sem þú mátt velja 1 úr hverjum flokki eftifarandi, lífs eða liðinn:

  • Hollywood stjarna: Chris Farley

  • Íþróttastjarna: Dennis Rodman

  • Tónlistamaður: Bjartmar Guðlaugs

  • Grínisti: Steindi JR

  • Sögufræg persóna: Fidel CastroEf þú mættir bara borða eina tegund matar í 30 daga, hvað væri það og af hverju?: Unnar kjötvörur. Því þær eru bestar. Veldu bara hvaða unnu kjötvöru sem er. Ég slátra henni.


Hvernig nærðu að hreyfa þig án æfinga/líkamsræktarstöðva?: Ég er í nýrri vinnu. Labba þar mikið. Tek svo göngutúra. Geri heimaæfingar og svo tek ég hring á ….. Æi segi ekki meir.


Einhver hvatningarorð/kveðjuorð fyrir önnur Leiknisljón um þessar mundir?: Það er bjart í Breiðholti. Boltinn rúllar senn. Bjartsýnir og beittir verða Leiknismenn…. Eftir Kóróna bullið.

85 views0 comments

Recent Posts

See All